Í gærkvöldi fór fram viðureign Keflavíkur og Grindavíkur í Reykjanesmótinu þar sem Keflavík fór með sigur af hólm, 76-60. Jarryd Cole fór á kostum í liði Keflavíkur og endaði með 34 stig.
Leikurinn var ágætis skemmtun þar sem mikil barátta var hjá báðum liðum. Grindavík byrjaði leikinn betur en um miðjan fyrsta leikhluta náðu Keflvíkingarnir að komast yfir og héldu forystunni til leiksloka. Grindavíkiningarnir héldu fast í þá og hleyptu þeim aldrei of langt frá sér. Það var ekki fyrr en í fjórða leikhluta sem Keflavík náði að slíta sig frá þeim og náðu góðum sigri 76-60.
 
Hjá Keflavík var Jarryd Cole frábær í leiknum með 34 stig og leit út fyrir eins og hann gat skorað af vild undir körfunni. Valur Orri Valsson átti einnig góðan leik af bekknum og var næstur Cole með 12 stig.
Hjá Grindavík átt Ólafur Ólafsson góðan leik og endaði með 22 stig en 13 þeirra stiga komu í fjórða leikhluta. Þá var Ómar Sævarsson með 10 stig. Grindavíkingar léku án Vilbergsbræðranna, Pál Axels og Ármanns, og voru einnig án erlends leikmanns.
 
Mynd/ Davíð Óskarsson: Frá viðureign Keflavíkur og Grindavíkur í gær.