Það var skemmtilegur leikur í Stykkishólmi þegar Snæfell tók á móti Keflavík í Lengjubikar kvenna í kvöld.
Keflavíkurstúlkur fengu ekkert gefins í upphafi og komust heimastúlkur í 11-5 en Keflavík elti alltaf uppi muninn með mikilli seiglu í leiknum. Þetta gekk svona heilt yfir leikinn að Snæfell stökk frá og hafði forystu mest allann tímann og Keflavík hljóp það alltaf upp. Staðan eftir fyrsta hluta var 22-19 fyrir Snæfell. Í hálfleik 36-37. Þær voru stigahæstar hjá Snæfelli Hildur Sigurðar og Shannon McKever með 10 stig hvor. Hjá Keflavík voru Birna Valgarðs, Pálina Gunnlaugs og Jaleesa Butler með 7 stig hver.
 
Í lok þriðja hluta komust Keflavíkurstúlkur fyrst yfir 54-57 og leikurinn var í járnum allan fjórða hluta. Staðan var 61-61 þegar þrjár mínútur voru eftir og eintómt hnoð fram og til baka einkenndi leikinn. Keflavík setti svo tærnar framar og tóku forystu í leiknum og sigruðu 71-75 á endasprettinum. Bæði lið voru að gera mörg mistök í leiknum og leikform alls ekki orðið 100% en tvö spennnadi lið til að fylgjast með í vetur.
 
 
Stigaskor Snæfells:
Hildur Sigurðardóttir 22. Shannon McKever 19. Berglind Gunnarsdóttir 9. Alda Leif Jónsdóttir 8. Hildur Björg Kjartansdóttir 7. Helga Hjördís Björgvinsdóttir og Björg Guðrún Einarsdóttir 3 hvor.
 
Stigaskor Keflavíkur:
Birna Valgarðsdóttir 17. Thelma H. Tryggvadóttir 12. Sara Rún Hinríksdóttir 11. Jaleesa Butler 11. Helga Hallgrímsdóttir11. Pálína Gunnlaugsdóttir 7. Lovísa Falsdóttir 3. Marín Rós Karlsdóttir 2. Hrund Jóhannsdóttir 1.
 
Mynd/ Eyþór Benediktsson
 
Umfjöllun/ Símon B. Hjaltalín