Þær Sólveig Helga Gunnlaugsdóttir og Svandís Anna Sigurðardóttir skrifuðu undir samning við KFÍ á dögunum og munu spila með meistaraflokk kvenna í vetur. Frá þessu er greint á heimasíðu KFÍ, www.kfi.is  
Á heimasíðu KFÍ segir ennfremur:
 
Þetta mun styrkja liðið mjög enda hér á ferðinni tvær mjög leikreyndar stúlkur sem til samans eiga að baki 31 leik með landsliðinu.
 
Sólveig spilaði hér á árum áður með KFÍ, en hefur einnig spilað með KR, Stjörnunni og Grindavík. Svandís hefur spilað með ÍS, Stjörnunni, Grindavík og KR og eru báðar stúlkurnar boðnar hjartanlega velkomnar í KFÍ.
 
Mynd/ Sólveig og Svandís eru hér við undirskriftina ásamt formanni KFÍ Sævari Óskarsyni, Pétri þjálfara og hluta af mfl. kvenna