Fyrstu umferðinni í úrvalsdeildinni í Slóvakíu er lokið þar sem Helena Sverrisdóttir og félagar í Good Angels Kosice unnu helst til of stóran sigur á grönnum sínum í Dannax Sport. Lokatölur voru 103:25! Í raun er Dannax unglingalið Góðu Englanna en leikur engu að síður í efstu deild í Slóvakíu.
Leikurinn sjálfur átti upphaflega að fara fram 28. september en leikdegi var breytt þar sem mót í Prag í Tékklandi hafði áhrif en það er hugsað sem undirbúningur liðsins fyrir komandi átök í Euroleague.
 
Varðandi deildarleikinn sem vannst með svo miklum mun þá skoruðu Dannax fyrstu stigin sín í leiknum eftir sjö mínútna leik og aldrei spurning um hvoru megin sigurinn lenti. Helena gerði 16 stig í leiknum og þar af lágu þrír þirstar í valnum.
 
Euroleague hefst svo þann 12. október næstkomandi hjá Helenu og félögum þegar Góðu Englarnir mæta Wisla CanPack Cracov á útivelli.