Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur samið við bandaríska leikstjórnandann Maurice Miller um að leika með Tindastóli í vetur. Mun hann leysa Eryk Watson af hólmi en hann stoppaði stutt við. www.tindastoll.is greinir frá.
Maurice, eða Moe, lék með Georgia Tech háskólanum sl vetur og útskrifaðist hann þaðan sl. vor. Skólinn lék í ACC deildinni í háskólaboltanum sem talin er sterk deild. Von er á Moe fljótlega til landsins en það er háð hraða pappírsvinnunnar sem þarf að inna af hendi.
 
Moe er talinn 188cm hár og hann var með 6 stig að meðaltali í leik á sínu lokaári með Georgia Tech skólanum, tók 2.2 fráköst og sendi 2.4 stoðsendingar á þeim 20 mínútum sem hann lék að meðaltali.
 
Þá er Trey Hampton væntanlegur á Krókinn í næstu viku.