Spánverjar eru Evrópumeistarar í körfuknattleik eftir 98-85 sigur á Frökkum í úrslitaleik mótsins. Fimm leikmenn Spánverja gerðu 11 stig eða meira í leiknum en þeirra takvæðamestur var Juan Carlos Navarro með 27 stig og 5 stoðsendingar. Tony Parker var stigahæstur í liði Frakka með 26 stig, 5 fráköst og 5 stoðsendingar.
Spánverjar vörðu því titilinn að þessu sinni og ,,La Bomba“ eða Juan Carlos Navarro var valinn besti maður mótsins.
 
Mynd/ FIBA EUROPE: Evrópumeistarar Spánar