Stórskyttan Magnús Þór Gunnarsson var rétt í þessu að boða komu sína á Íslandsmótið í Stinger sem fram fer laugardaginn 1. október næstkomandi í Seljaskóla. Karfan.is og Körfuknattleiksdeild ÍR standa saman að mótinu en allir eru velkomnir, sér í lagi þeir sem eru góðar skyttur og hinir… múrsteinahleðslumennirnir sem lifa í blekkingunni.
Magnús sagði í örstuttu spjalli við Karfan.is að hann ætlaði sér að mæta í Seljaskóla og vinna mótið enda væri enginn núlifandi Íslendingur sem stæðist honum snúning fyrir utan þriggja stiga línuna.
 
Mættu í Seljaskóla 1. október, þú gætir nælt þér í myndarlegan montrétt, tölum nú ekki um ef þér tekst að skjóta byssu á borð við Magnús úr leik.