KR tók Fjölniskonur í kennslustund í DHL-Höllinni í kvöld. Lokatölur voru 80-38 KR í vil þar sem Sigrún Sjöfn Ámundadóttir var atkvæðamest í röndóttu með 21 stig og 7 fráköst.
Britney Jones var stigahæst í liði Fjölnis með 15 stig, 8 fráköst og 3 stoðsendingar. Bergdís Ragnarsdóttir lék ekki með Fjölniskonum í kvöld þar sem hún fór nýverið í aðgerð á olnboga.
 
Mynd/ Karl West: Frá leik KR og Fjölnis í DHL-höllinni í kvöld, Britney Jones sækir að körfu KR.