Ísfirðingar lögðu land undir fót á dögunum er þeir léku tvo æfingaleiki á jafn mörgum dögum. Ferðin hófst í Borgarnesi þar sem Skallagrímsmenn veittu litla mótspyrnu og lokatölurnar 57-99 KFÍ í vil.
Borgnesingar voru ekki komnir með erlendu leikmennina sína í æfingaleiknum en bæði KFÍ og Skallagrímur verða í 1. deildinni í vetur líkt og Hamar sem tók á móti KFÍ degi eftir Skallagrímsleikinn. Þar reyndust lokatölur 46-74 KFÍ í vil og er greint frá því á heimasíðu KFÍ að Ragnar Nathanaeldsson hafi látið til sín taka en búist var við því að hann yrði jafnvel frá leik fram að jólum sökum meiðsla.
 
 
Mynd/ Pétur og lærisveinar í KFÍ unnu tvo æfingaleiki nokkuð stórt.