Eins og kunnugt er var íslenska landsliðið í Kína á dögunum og lék þar tvo æfingaleiki við heimamenn sem báðir töpuðust. Kínverjar voru þarna í annað sinn að bjóða íslenska landsliðinu til sín og nú voru heimamenn að undirbúa sig fyrir Asíuleikana hvar þeir freista þess að vinna sér inn sæti á Ólympíuleikunum í London á næsta ári.