Íslands- og bikarmeistarar KR lögðu Þór Þorlákshöfn í Reykjavíkurmóti karla í kvöld. Lokatölur í DHL-Höllinni voru 93-82 KR í vil en KR-ingar máttu hafa vel fyrir hlutunum í kvöld gegn Þórsurum sem enn hafa ekki fengið erlendu leikmennina til liðs við sig.
Jafnt var á með liðunum í fyrri hálfleik en á lokasprettinum í þeim síðari sigu KR-ingar fram úr. David Tariu var stigahæstur í liði KR með 25 stig en hjá Þór voru þeir Guðmundur Jónsson og Darri Hilmarsson báðir með 22 stig.