Það verða Keflavík og Haukar sem mætast í úrslitaleik Lengjubikars kvenna þetta árið. Liðin sigruðu sína riðla og samkvæmt nýju keppnisfyrirkomulagi mætast efstu liðin tvö í úrslitaleik.
Úrslitaleikurinn verður í Dalhúsum, heimavelli Fjölnis, á sunnudaginn kemur kl. 15.00.
 
Keflavík sigraði alla sína leiki en liðið lék gegn KR, Snæfell og Fjölni. Haukar sigruðu líka alla sína leiki gegn Val, Njarðvík, Hamar og Stjörnunni.