ÍR og Þór Þorlákshöfn voru að ljúka leik um 3. sætið í Reykjavíkurmótinu. Heimamenn í ÍR fóru með sigur af hólmi í Seljaskóla þar sem lokatölur voru 90-87.
Heimamenn í ÍR hófu leikinn með látum, komust í 16-7 og leiddu svo 21-10 þegar Benedikt Guðmundsson tók leikhlé eftir fimm mínútna leik. Vörn Þórsara hélt áfram að leka út fyrsta fjórðunginn og ÍR leiddi 36-12 eftir fyrsta leikhluta.
 
Gestirnir úr Þorlákshöfn bitu aðeins frá sér í öðrum leikhluta en ÍR hafði þó 13 stiga forystu, 48-35 í leikhléi. Áfram var ÍR með nokkuð þægilega forystu eftir þriðja leikhluta 70-56 en fljótlega í fjórða fóru Þórsarar að sækja í sig veðrið.
 
Þórsarar nálguðust með hverri mínútu í fjórða leikhluta og eftir tvo þrista í röð frá Darrin Grovens var staðan 87-84 og stuttu síðar jafnaði Darri Hilmarsson með þrist og staðan 87-87. Heimamenn í ÍR stóðust þó álagið og náðu að klára leikinn 90-87.
 
Mynd/ tomasz@karfan.is – Darrin Grovens sækir að körfu ÍR í leiknum í kvöld.