Helena Sverrisdóttir og félagar í Good Angels Koszyce virðast í góðum gír á undirbúningstímabilinu en um helgina unnu þær Košice Grand Prix trophy með sigri á ungverska liðinu Uniqua Euroleasing Šopro? 71:59 (38:32).
Helena gerði 21 stig í lokaleiknum en Good Angels tóku völdin í leiknum strax að loknum fyrsta leikhluta. Þjálfari liðsins, Štefan Svitek, sagði eftir leikinn að hann væri ánægður með sigurinn á mótinu. Hann var sérstaklega ánægður með hvernig liðið hefið staðið sig vel í bæði vörn og sókn í leikjunum og þá sérstaklega ánægður með frammistöðuna gegn Sopron liðinu sem hefur mikla reynslu í Euroleague.