Guðjón Skúlason hefur boðað komu sína í Íslandsmótið í Stinger og sagðist óhræddur við að taka á Magnús Þór Gunnarsson. "Það er bara staðfest, ég kem og pakka Magga saman" sagði Guðjón í samtali við Karfan TV.  Miklar kyndingar hafa átt sér stað á samskiptasíðum veraldarvefsins og vildi Guðjón skora á nokkra kappa að mæta til leiks.
 "Ég verð að skora á eftirtalda að mæta og sýna hvað í þeim býr: Sigurður Ingimundarson var nú ágætis riffill hérna um árið , Tómas Tómasson Winter lumar á töfrum í puttunum og svo væri ég til í að sjá hvort Pálmar Sigurðsson fyrrum Haukamaður sé ennþá með "touchið" Hann var nú ekki langt frá því að hreinlega kveikja í Ljónagryfjunni hérna um árið."