Strax frá uppkasti var viðureign KR og Fjölnis fjörug í gær þegar liðin mættust í úrslitum Reykjavíkurmótsins. Körfuknattleiksunnendur fengu þá nasaþefinn af því sem koma skal og á sama tíma eignaðist Nathan Walkup aðdáendahóp hérlendis.
Á fyrstu augnablikum leiksins fékk Walkup boltann í teignum og keyrði þá á KR vörnina og tróð þar yfir alla sem á vegi hans urðu. Verst úti varð Hreggviður Magnússon sem á heiðurinn að þessu fyrsta ,,veggspjaldi“ vetrarins. Hreggviður er með breitt bak og fyrirgefur okkur vonandi þessa myndbirtingu en honum til sárabótar fór hann heim með gullið í gær, ekki Walkup sem átti þó tilþrif leiksins.
 
Mynd/ Tomasz Kolodziejskitomasz@karfan.is