Fyrri vináttulandsleikur Íslands gegn Kína fór fram í dag. Heimamenn höfðu betur 80-66. Ísland náði að minnka muninn í 8 stig á tímabili en okkar menn hittu illa á meðan Kínverjar settu sín skot niður og héldu muninum óbreyttum. Þá er bara fyrir íslenska liðið að undirbúa sig fyrir seinni leikinn á sunnudaginn kemur. Á morgun mun liðið ferðast með innanlandsflugi á næsta áfangastað þar sem seinni leikurinn fer fram. www.kki.is greinir frá.
Stig Íslands í dag
Jón Arnór Stefánsson 18 stig, Jakob Örn Sigurðarson 17 stig, Hlynur Bæringsson 14 stig og 6 fráköst, Pavel Ermolinskij 7 stig og 10 fráköst, Ægir Þór Steinarsson skoraði sín fyrstu 4 stig fyrir A-landsliðið, Brynjar Þór Björnsson 2 stig, Ólafur Ólafsson 2 stig og Finnur Atli Magnússon 2 stig.
 
Mynd/ Jón Arnór Stefánsson var stigahæstur í íslenska liðinu.