Hip-hop risinn Jay-Z hefur tilkynnt að New Jersey Nets verði að Brooklyn Nets í NBA deildinni leiktímabilið 2012-2013. Þá ætlar kappinn að stíga á svið í nýju höllinni, Barclays Center, við opnunarhátíð leikhallarinnar.
Jay-Z er einn af hluthöfum í New Jersey Nets og sagði á blaðamannafundi í dag að leiktíðina 2012-2013 tæki New Jersey Nets upp nýja nafnið Brooklyn Nets. Kappinn á liðið í dag í slagtogi við þá Mikhail Prokhorov sem er talinn með ríkari mönnum heims og svo Bruce Ratner.
 
Mynd/ Frá framkvæmdum við heimavöll Brooklyn Nets