ÍR-ingar hafa samið við leikmanninn Jimmy Bartolotta um að leika með liðinu í vetur. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um hversu góð tíðindi þetta eru fyrir Breiðhyltinga en Bartolotta fór mikinn með liðinu á síðustu leiktíð með 21,6 stig, 3,4 fráköst og 3,6 stoðsendingar að meðaltali í leik.
Í tilkynningu frá ÍR segir m.a.
 
Jimmy er frábær leikmaður og félagi. Átti marga góða leiki sl. tímabil með ÍR og gladdi augað með góðum leik. Hann er væntnlegur til landsins á allra næstu dögum og nær því að taka þátt í
lokaundirbúningi liðsins fyrir komandi átök.
 
Mynd/ tomasz@karfan.is – Bartolotta er magnaður skotmaður sem var með tæplega 50% þriggja stiga nýtingu í Iceland Express deildinni síðasta tímabil.