Eins og við greindum frá í gærkvöldi hefur Jimmy Bartolotta gengið í raðir ÍR á nýjan leik. Kappinn kemur til landsins með hvell en hann hefur boðað komu sína á Íslandsmótið í Stinger sem fram fer í Seljaskóla á laugardag.
Bartolotta til aðstoðar eða keppninautur hans verður unnusta hans Abby Waner fyrrum leikmaður Duke háskólans. Hún kemur í heimsókn til Íslands en hún er í fríi þessa stundina frá vinnu sinni en hún starfar sem íþróttafréttamaður hja ESPN sjónvarpsstöðinni. Þar fjallar hún helst um körfubolta í háskóladeildum þar vestra. Hún er ekki síðri skytta en Jimmy.