Þann 15. október stendur körfuknattleiksdeild Keflavíkur fyrir árgangamóti í körfubolta. Byrjað verður í árgangi 1960 og endað í 1990. Hver leikur er 16. mínútur að lengd( 8 mín. Hvor hálfleikur). Leikið verður í riðlum. Tvö efstu lið í hverjum riðli halda áfram í úrslitakeppni, þar sem úrsláttarfyrirkomulag gildir.
Það lið sem tapar dettur úr leik en siguvegarinn heldur áfram í næstu umferð. Úrslitaleikurinn er svo 20. mínútna langur. Mótið hefst klukkan 10:00 að morgni laugardaginn 15. N.k. Náist ekki nægilegur fjöldi í lið í hverjum árgangi má sameina tvo árganga. Markmiðið er að gera þetta að árlegum viðburði og skapa þar með stemningu fyrir komandi keppnistímabili sem er að bresta á, sem og að hitta gamla félaga, ræða málin og eiga skemmtilega samverustund á vinalegum nótum.
 
Þetta kemur fram á www.keflavik.is en nánar má lesa um mótið hér.