Þrír leikir fóru fram í kvöld þegar níunda umferðin í Iceland Express deild karla rúllaði af stað. Íslands- og bikarmeistarar Snæfells sýndu enn eina ferðina mátt sinn og skelltu Stjörnunni 114-96 í Stykkishólmi. 
Snæfell 114-96 Stjarnan
Pálmi Freyr Sigurgeirsson og Emil Þór Jóhannsson gerðu báðir 21 stig í liði Snæfells en hjá Stjörnunni voru Marvin Valdimarsson og Justin Shouse báðir með 25 stig.
 
KFÍ 90-105 Keflavík
Sigurður Gunnar Þorsteinsson fór mikinn á gamla heimavellinum með Keflavík gegn KFÍ. Ísafjarðartröllið setti 28 stig á uppeldisfélagið og tók einnig 14 fráköst. Carl Josey var með 21 stig og 8 fráköst í liði KFÍ.
 
Tindastóll 91-81 Fjölnir
Stólarnir nældu sér í sigur í endurkomu Svavars Birgissonar en við bíðum enn eftir lokatölfræði að norðan.
 
 
Ljósmynd/ Emil Þór gerði 21 stig í liði Snæfells í kvöld.