Dramatíkin var allsráðandi í sænsku úrvalsdeildinni í körfuknattleik í gær þegar Helgi Már Magnússon og Uppsala Basket tóku á móti Sundsvall Dragons hvar leika kapparnir Jakob Örn Sigurðarson og Hlynur Elías Bæringsson. Úrslit leiksins réðust þegar 14 sekúndur voru til leiksloka þegar Alex Wesby leikmaður Sundsvall setti niður erfiðan þrist. Lokatölur 87-88 Sundsvall í vil.
Helgi Magnússon gerði 4 stig og tók 3 fráköst í liði Uppsala en Jakob Örn var með 19 stig, 3 fráköst og 2 stoðsendingar hjá Sundsvall og Hlynur bætti við 12 stigum, 11 fráköstum og 5 stoðsendingum. Með sigrinum er Sundsvall komið í 3. sæti deildarinnar með 14 stig en Uppsala er í 4. sæti með jafn mörg stig.
 
Ljósmynd/ Jakob Örn gerði 19 stig fyrir Sundsvall í gær.