Í nótt fóru fram átta leikir í NBA-deildinni. Denver vann Phoenix 138-133 í sannkölluðum stigaleik en óvæntustu úrslitin urðu í Los Angeles þegar Indiana lagði Los Angeles Lakers að velli 92-95. Kobe Bryant setti 41 stig en þau voru ekki nóg til að knýja fram sigur.
Roy Hibbert var með tvennu fyrir Indiana 24 stig og 12 fráköst og Danny Granger bætti við 18 stigum.
 
Hjá Lakers var títtnefndur Kobe Bryant stigahæstur en næstur honum var Lamar Odom með 15 stig en hann tók einnig 11 fráköst.
 
Í viðureign Denver og Phoenix voru þeir sem stigu inná parketið sjóðandi heitir. En allir leikmenn leiksins sem tóku þátt komust á blað. Í liði Denver skoruðu 7 leikmenn 10 stig eða meira og hjá Phoenix voru 6 með tíu stig eða meira en þrír leikmenn settu 7, 8 og 9 stig.
 
Joe Smith var stigahæstur hjá Denver með 30 stig og Chauncey Billups var með 25 stig.
 
Hjá Phoenix skoraði Jason Richardson 39 stig og Steve Nash var með 17 stig.
 
Carmelo Anthony, stórstjarna Denver, setti fyrsta skot sitt en yfirgaf svo völlinn en hann var veikur og lék ekki meira með.
 
Steve Nash náði þeim áfanga að setja sinn 1.500 þrist í leiknum en þessi Kanadamaður er einn magnaðist leikstjórnandi seinni ára.
 
Önnur úrslit:
Houston-Oklahoma 99-98
New Jersey-Portland 98-96
LA. Clippers-Utah 97-107
New Orleans-San Antonio 95-109
Detroit-New York 116-125
Toronto-Atlanta 78-96
 
Mynd: Roy Hibberts átti stórleik þegar hann og liðsfélagar sínir lögðu Lakers að velli á heimavelli meistaranna.
 
emil@karfan.is