Sjónvarpsleikur Svía þessa vikuna var leikur Solna Vikings og Norrköping Dolphins á heimavelli Solna. Meistararnir fóru með sigurinn með sér heim eftir framlengdan leik, 91-81. Logi Gunnarsson var stigahæstur Solnamanna.
 
Meistararnir leiddu allan leikinn og mest með 17 stigum en þegar ein mínúta var eftir tókst Solna að jafna og koma leiknum í framlengingu sem Norrköping vann eins og fyrr segir.

Logi lék í tæpar 40 mínútur og skoraði 21 stig, hitti úr 5 af 9 þriggja stiga skotum sínum og tók 5 fráköst.

Með sigrinum fór Norrköping í þriðja sætið, uppfyrir Sundsvall og Uppsala en Solna situr í sjöunda sætinu.

Næsti leikur í deildinn er leikur 08 Stockholm og Solna á morgun.

runar@karfan.is

Mynd: Magnus Neck