Þrír leikir eru nú í gangi í Iceland Express deild karla og er búið að blása til hálfleiks í þeim öllum. Í Síkinu á Sauðárkróki er hnífjafnt eða 34-34 í leikhléi þar sem Sean Cunningham er kominn með 8 stig í liði Stólanna en hjá Fjölni er Tómas Heiðar Tómasson kominn með 9 stig.
Á Ísafirði leiða Keflvíkingar 32-46 í leikhléi gegn KFÍ og í Stykkishólmi leiðir Stjarnan 42-45 gegn meisturum Snæfells. Sigurður Gunnar Þorsteinsson er kominn með 16 stig og 7 fráköst gegn sínu gamla félagi KFÍ í hálfleik en hjá Ísfirðingum er Hugh Barnett kominn með 10 stig og 12 fráköst. Í Hólminum er Justin Shouse að finna sig á gamla heimavellinum með 15 stig en hjá Snæfell var Pálmi Freyr Sigurgeirsson með 10 stig í leikhléi.
 
Nánar síðar…