Oklahoma City Thunder unnu New Orleans í nótt í NBA-deildinni 95-89 á heimavelli. Kevin Durant var með 26 stig og Russell Westbrook 25 fyrir Oklahoma. Hjá New Orleans skoraði David West 20 stig.
Miami komst aftur á sigurbraut með sigri á Washington 105-94. LeBron James skoraði 30 stig fyrir Miami og þeir félagar Dwayne Wade og Chris Bosh bættu við 26 og 20 stigum. Hjá Washington Andray Blatche með 26 stig og Gilbert Arenas setti 23. John Wall lék ekki með Washington í nótt vegna meiðsla.
 
Önnur úrslit:
Utah-Milwaukee 109-88
Dallas-Houston 101-91
 
Mynd: Kevin Durant leidd sína menn til sigurs í nótt.
 
emil@karfan.is