Vefsíðan Vol.is hefur gert flotta útttekt á liðunum í NBA deildinni þar sem spá fyrir gengi liðanna í komandi átökum. Eins og flestum er kunnugt hefst NBA deildin í kvöld og það með engum smá leik Boston Celtics og Miami Heat. 
Kapparnir á Vol.is spá Lakers og Orlando sigri í strandakeppninni en hægt er að lesa alla spánna með því að smella hér.
 
Umsögn Vol.is um Lakers og Orlando
 
Vesturdeildin
1. Los Angeles Lakers
 
Meistararnir stefna í stóra dýfu í vetur eftir að hafa misst lykilleikmann í Jordan Farmar í sumar. Ef þú ert enn lesandi þá ertu vitlausari en ég hélt. En að öllu grínu slepptu hafa meistararnir ekki gert neitt nema styrkja stöðu sína á toppnum, þeir hafa haldið öllum lykilleikmönnum sínum, gert nauðsynlega styrkingu á bekknum og fjandinn hafi það, loksins mun Jordan Farmar ekki spila í fjólubláu næsta vetur. Líklega eini varamaðurinn í deildinni sem spilar enga almennilega rullu hjá liðinu sínu en tekst samt að vera svo lélegur að hann getur tapað leikjum fyrir þá upp á sitt einsdæmi.
 
Kobe er árinu eldri og mun Phil Jackson eflaust reyna að takmarka mínútur hans sem mest hann getur í vetur Tim Duncan style nú þegar hann hefur loks sómasamlegan körfuboltamann til að bakka hann upp. Gasol var líklega best kraftframherji deildarinnar síðastliðið tímabil þökk sé hnignun áðurnefnds Tim Duncan. Bynum verður varla verri en hann var síðastliðið tímabil vegna meiðsla nema hann ætli að púlla Greg Oden á þetta en án hans er liðið líklega samt besta liðið í vestrinu þökk sé mönnum eins og Odom, Artest, Blake (líklega vanmetnasta signing þessa offseasons), Barnes og þessara gömlu sem kunna þetta alltaf Fisher og Ratliff.
 
Mér þykir leiðinlegt að segja það en Lakers eru langlíklegasta liðið til að tróna á toppi vesturdeildarinnar í apríl.
 
Austurdeildin
1. Orlando Magic
 
Þetta lið er ótrúlega gott þegar kemur að deildinni. Líklega sterkasta lið deildarinnar þegar kemur að deildarkeppninni í ár þar sem þeir spila allt tímabilið vörn allan leikinn, enda varla hægt annað en að leggja sig fram með Gundyinn á hliðarlínunni. Liðið spilar svokalla 1-4 sókn, henda boltanum inn á Howard, bíða eftir double teaminu, henda boltanum út og láta boltann svo ganga með vörnin rotatear á milli manna þar til þeir hafa opið þriggja stiga skot. Verst að þessi taktík virkar ekkert þegar í úrslitakeppnina er komið, liðin leggja sig meira fram í vörninni og eins sterkt og þetta lið er varnarlega og sóknarlega hafa þeir slíkar glufur í heildarplaninu að þeir munu ekki taka titilinn með þennan hóp.