Axel Kárason og félagar í danska úrvalsdeildarliðinu Værlose máttu sætta sig við naumt 76-70 tap á útivelli í gær þegar liðið heimsótti Næstved.
Axel var í byrjunarliðinu og skoraði 6 stig á þeim 24 mínútum sem hann lék í leiknum. Axel var einnig með 2 fráköst en fékk 5 villur í leiknum. Þar með hefur Værlose tapað þremur fyrstu deildarleikjunum sínum.