Iceland Express deild karla hefst í kvöld með þremur leikjum sem allir byrja kl. 19:15. Stórleikur kvöldsins er viðureign KR og Stjörnunnar í Vesturbænum en auk þess verður leikið í Keflavík og á Ísafirði. Allir ættu að fjölmenna á völlinn enda komið að stóru stundinni, þeir sem ekki eiga heimangengt geta séð tvo af þremur leikjum kvöldsins á netinu á KR TV og hjá KFÍ.
Leikir kvöldsins í IEX karla í kvöld (kl. 19:15)
 
KR-Stjarnan
Keflavík-ÍR
KFÍ-Tindastóll
 
Fyrstu umferð lýkur svo annað kvöld með eftirfarandi leikjum:
 
Fjölnir-Snæfell
Njarðvík-Grindavík
Hamar-Haukar
 
Einn leikur er svo í 1. deild karla í kvöld þegar Höttur á Egilsstöðum tekur á móti Skallagrím. Leikurinn hefst kl. 18:30 á Egilsstöðum og kl. 21:20 mætast Haukar og Njarðvík í unglingaflokki karla.
 
Fjölmennum á völlinn!

Ljósmynd/ Titilvörn Snæfells hefst í Grafarvogi annað kvöld.