Tveir leikir fóru fram í Iceland Express deild kvenna í dag þar sem Njarðvík og Íslandsmeistarar KR nældu sér í tvö góð stig. Njarðvík lagði Hauka að Ásvöllum og KR skellti Snæfell í DHL-Höllinni.
Njarðvíkingar skelltu Haukum 60-85 þar sem Dita Liepkalne gerði 23 stig og tók 10 fráköst fyrir Njarðvíkinga en hjá Haukum var Íris Sverrisdóttir með 22 stig.
 
Í Vesturbænum fóru meistarar KR auðveldlega með Snæfell 68-40. Margrét Kara Sturludóttir var atkvæðamest í liði KR með 24 stig en Helga Björgvinsdóttir gerði 10 stig í liði Snæfells.