Tveir leikir fóru fram í Iceland Express deild kvenna, í öðrum þeirra réðust úrslitin ekki fyrr en á lokaspretti leiksins en í hinum var um yfirburðasigur að ræða þegar Keflavík heimsótti nýliða Fjölnis í Grafarvog.
Því miður var ekki bein tölfræðilýsing úr Grafarvogi en lokatölur voru 39-93 Keflvíkingum í vil. Í Grindavík var spennan öllu meiri þar sem Hamar lagði Grindavík 75-81.
 
Charmaine Clark gerði 21 stig í liði Grindavíkur og Helga Hallgrímsdóttir bætti við 19 stigum en hjá Hamri var Slavica Dimovska einnig með 25 stig og Jaleesa Butler gerði 22 stig og tók 15 fráköst.
 
Það eru því tvö lið sem sitja á toppi deildarinnar, ósigruð, en það eru Keflavík og Hamar, bæði lið með 8 stig eftir 4 umferðir.

(Samkvæmt upplýsingum úr Grindavík var Live Stat úr Röstinni ekki rétt en það sagði til um sigur Grindavíkur 64-63 en rétt úrslit eru eins og áður segir 75-81 fyrir Hamar!)

Staðan í deildinni