Njarðvíkingar voru fyrstir til þess að leggja Snæfell að velli í Iceland Express deild karla þetta tímabilið en liðin áttust við í Ljónagryfjunni. Þá náðu Grindvíkingar í sigur í Síkinu og KR lagði Hauka heima í DHL-Höllinni. 
IEX kvk:
Hamar 89-58 Haukar
Jaleesa Butler með 24 stig og 9 fráköst og Kristrún Sigurjónsdóttir 22 stig í liði Hamars. Hjá Haukum var Íris Sverrisdóttir með 22 stig.
 
IEX kk:
Tindastóll 55-76 Grindavík
Páll Axel Vilbergsson með 17 stig fyrir Grindavík en Josh Rivers með 15 stig hjá Tindastól.
 
Njarðvík 89-87 Snæfell
Antonio Houston gerði 20 stig fyrir Njarðvík. Hjá Snæfell voru Sean Burton og Ryan Amoroso báðir með 23 stig.
 
KR 93-83 Haukar
Pavel Ermolinskij með 20 stig, 18 fráköst og 9 stoðsendingar hjá KR. Hjá Haukum var Semaj Inge með 28 stig og 8 fráköst.
 
Nánar síðar…