Tveir leikir fóru fram í boltanum hér heima í kvöld. Njarðvík skellti nýliðum Fjölnis í Iceland Express deild kvenna en nýliðarnir í 1. deild karla, Laugdælir, náðu í sín fyrstu stig í vetur er þeir stöðvuðu sigurgöngu Skallagríms.
Njarðvík 90-50 Fjölnir (IEX kvk)
Dita Liepkalne gerði 22 stig, tók 9 fráköst, stal 4 boltum og gaf 3 stoðsendingar í liði Njarðvíkinga en hjá Fjölni var Margareth McCloskey með 22 stig og 9 fráköst.
 
Laugdælir 88-81 Skallagrímur
Pétur Már Sigurðsson og Sigurður Orri Hafþórsson gerðu báðir 24 stig fyrir Laugdæli en hjá Skallagrím var Darrell Flake með 30 stig og 16 fráköst.
 
Ljósmynd/ Úr safni (sunnlenska.is) – Laugdælir lögðu Skallagrím á Laugarvatni

nonni@karfan.is