Fyrstu umferð í Iceland Epxress deild kvenna er nú lokið þar sem bikarmeistarar Hauka lögðu Íslandsmeistara KR með eins stigs mun, lokatölur 65-64 Haukum í vil.
Haukar 65-64 KR
Hildur Sigurðardóttir minnkaði muninn í 65-64 með þriggja stiga körfu spjaldið ofaní þegar 9 sekúndur voru til leiksloka og þar við sat. Stigahæst í sigurliði Hauka var Ragna Margrét Brynjarsdóttir með 15 stig, 10 fráköst og 7 stoðsendingar. Hjá KR var Hildur Sigurðardóttir með 26 stig og 5 fráköst.
 
Hamar 92-71 Snæfell
Jaleesa Butler gerði 25 stig, tók 23 fráköst, gaf 5 stoðsendingar hjá Hamri. Hjá Hólmurum var Jamie Braun með 31 stig, 13 fráköst og 5 stoðsendingar.
 
Njarðvík 77-82 Keflavík

Grindavík 70-67 Fjölnir

Þá mættust Laugdælir og Breiðablik á Laugarvatni í fyrsta leik 1. deildar karla. Blikar höfðu góðan útisigur 82-95.

Laugdælir-Breiðablik 51-71 (21-19, 15-19, 15-33)

Laugdælir: Bjarni Bjarnason 20, Jón H.       Baldvinsson 11/6 fráköst, Sigurður Orri Hafþórsson 10, Anton Kári Kárason 5, Arnór Yngvi Hermundarson 3, Haukur Már  Ólafsson  2, Baldur Örn Samúelsson 0, Oddur Benediktsson 0, Ragnar I.  Guðmundsson 0, Helgi Hrafn Ólafsson 0.

Breiðablik: Steinar Arason 23/4 fráköst, Snorri Hrafnkelsson 16/9 fráköst, Hjalti Már Ólafsson 10/11 fráköst, Hákon Bjarnason 9, Arnar Pétursson 6/4 fráköst, Ágúst Orrason 4, Atli Örn Gunnarsson 3, Ívar Örn Hákonarson 0, Hraunar Karl Guðmundsson 0, Aðalsteinn Pálsson 0, Helgi Freyr Jóhannsson 0, Þorsteinn Gunnlaugsson 0.

Dómarar: Eggert Þór Aðalsteinsson, Georg Andersen