Hvergerðingar háma nú í sig hvert stórliðið á fætur öðru en Hvergerðingar voru rétt í þessu að leggja Njarðvíkinga í Iceland Express deild karla. Í valnum liggja þá KR, Keflavík og nú síðasta rós í hnappagat Hvergerðinga, Njarðvík.
Lokatölur í Ljónagryfjunni voru 76-90 Hamri í vil.
Önnur úrslit:
Fjölnir 107-81 Haukar
Tindastóll 92-94 Snæfell
Nánar síðar…