Þriðju umferð í Iceland Express deild karla lauk í kvöld með þremur leikjum. Fjölnir tók á móti Hamri í Grafarvogi, KFÍ fékk ÍR í heimsókn en báðir þessir leikir voru í beinni á netinu á félagssíðum heimaliðanna. Þá mættust Keflavík og Stjarnan í Toyota-höllinni þar sem Stjarnan vann sinn fyrsta sigur í Keflavík. 
Úrslit kvöldsins:
 
Fjölnir 81-80 Hamar
Tómas Heiðar Tómasson blokkaði Andre Dabney í lokaskotinu sem hefði tryggt Hamri sigurinn. Ben Stywall var stigahæstur hjá Fjölni með 22 stig og 10 fráköst en hjá Hamri var Andre Dabney með 29 stig. Sigurinn var sá fyrsti hjá Fjölni á leiktíðinni er liðið lék sinn fyrsta leik undir stjórn Örvars Kristjánssonar sem tók við Grafarvogspiltum fyrir fáeinum dögum.
 
Keflavík 69-78 Stjarnan
Jovan Zdravevski gerði 21 stig og tók 11 fráköst í liði Stjörnunnar. Hjá Keflavík var Gunnar Einarsson með 18 stig en Keflavík lék sem fyrr án Valentino´s Maxwell.
 
KFÍ 107-97 ÍR
ÍR leiddi allan leikinn en heimamenn í KFÍ börðust af krafti og náðu að jafna metin í 91-91 og framlengja varð leikinn. Í framlengingunni reyndust KFÍ sterkari og unnu að lokum mikilvægan 107-97 sigur.
 
Nánar síðar…