Einn leikur fór fram í 1. deild karla í kvöld þar sem mættust Höttur og Leiknir á Egilsstöðum. Fyrir leik kvöldsins voru bæði lið án stiga í deildinni en nú eru það aðeins Höttur og Valsmenn sem sitja á botninum án stiga.
Lokatölur á Egilsstöðum voru 83-97 Leikni í vil þar sem Einar Þór Einarsson var stigahæstur hjá Leikni með 17 stig en í liði Hattar var Daniel Terrell með 38 stig.
 
Ljósmynd/ Úr safni: Frá viðureign FSu og Leiknis fyrr á tímabilinu.