Helgi Magnússon og Uppsala Basket lögðu meistara Norrköping Dolphins í sænsku úrvalsdeildinni um helgina. Helgi gerði 5 stig, tók 7 fráköst og gaf 3 stoðsendingar á þeim 23 mínútum sem hann lék í leiknum. Jakob Örn Sigurðarson og Hlynur Bæringsson mæta svo með Sundsvall á heimavöll Norrköping í kvöld.
Helgi var ekki í byrjunarliði Uppsala um helgina gegn Norrköping en lék samt í 23 mínútur, hann brenndi af öllum þremur teigskotunum sínum, setti 1 af 4 þristum sínum og 2 af 3 vítum. Uppsala Basket er í 5. sæti deildarinnar með 2 sigra og 2 tapleiki en Sundsvall er í 2.-4. sæti með 3 sigra og 1 tapleik.
 
Hlynur Bæringsson lék ekki með Sundsvall í síðasta leik sökum smávægilegra meiðsla og flensu en gerði ráð fyrir því á Fésbókarsíðu sinni að vera með í kvöld.