Bandaríkjamenn eru tvöfaldir heimsmeistarar í körfuknattleik eftir að kvennalið landsins lagði Tékka í úrslitaviðureign um heimsmeistaratitilinn í gær. HM kvenna fór fram í Tékklandi og rétt eins og á karlamótinu máttu Bandaríkjaliðin mæta gestgjöfum keppninnar í úrslitunum. Lokatölur leiksins í gær voru 89-69 Bandaríkjunum í vil sem rétt eins og karlaliðið stigu ekki feilspor á mótinu.
Hin magnaða Diana Taurasi, leikmaður Bandaríkjanna, gerði 16 stig í úrslitaleiknum og var valin í fimm manna lið mótsins. Það var þó Tékkinn Hana Horakova sem var valin besti leikmaður mótsins og þ.a.l. liðsmaður í fimm manna liðinu sem er svo skipað:
 
Diana Taurasi – USA
Hana Horakova – Tékkland
Eve Viteckova – Tékkland
Sancho Lyttle – Spánn
Yelena Leuchanka – Hvíta-Rússland
 
Ljósmynd/ www.fiba.com Bandaríkin eru heimsmeistarar kvenna í körfuknattleik 2010.