Það er kannski ekki frásögufærandi að það sé til sölu einn glæsilegasti sportbíll sem Mercedez framleiðandinn hefur gefið af sér.  En sú staðreynd að Michael Jordan sé fyrri eigandi bílsins gæti hinsvegar verið freistandi fyrir suma að fjárfesta í þessari sjálfrennireið. 
 Þannig er með mál einmitt að Michael Jordan sjálfur er að selja þennan stórglæsilega vagn eftir að hafa aðeins ekið hann 1500 km.  Hvort það segi eitthvað um bílinn sjálfan skal látið ósagt en eitthvað er "kóngurinn" ekki ánægður með.  Nýr úr "kassanum" kostar þessi bíll um 470 þús dollarar (ca 52 milljónir króna) en í dag fer hann á 430 þúsund dollara.  Ekki mikil afföll þar og líkast má áætla að eitthvað kosti að fá bíl sem sjálfur MJ ók um 1500 kílómetra. 
 
Bíllinn er svo sem ekkert slor, með 5 og hálfs lítra V8 vél sem skilar um 640 hestöflum. 3.6 sekúndur í 100 km/h.  Hér að neðan má svo skoða myndir af vagninum en líkast til er þetta eins langt og flestir sem lesa þessa grein munu komast nærri þessari græju.