Þórsarar unnu Ármann rétt í þessu 78-89 í 1. deild karla. Akureyringar sem léku sinn annan leik á jafn mörgum dögum reyndust sterkari í jöfnum leik.
Með sigrinum tylltu sér á topp 1. deildar karla með 8 stig úr fimm leikjum. Þór Þ. getur þó reyndar jafnað þá á toppnum en þeir etja kappi við Hött seinna í dag.
 
Stigahæstur hjá Þór Ak. var Konrad Tota eð 27 stig og þeir Óðinn Ásgeirsson og Ólafur Torfason bættu við 25 og 13 stigum.
 
Hjá Ármanni var Halldór Kristmannsson með 20 stig og Antonio Houston setti 14.
 
Mynd: Þórsarar eru á fínni siglingu í 1. deildinni./Úr safni.