Dregið var í forkeppnina og í 32 liða úrslit í Poweradebikarkeppni karla í dag og vafalítið verður stórleikur fyrstu umferðar í bikarnum viðureign Stjörnunnar og Njarðvík. Stjarnan er í athyglisverðum sporum því síðan félagið vann sinn fyrsta stórtitil undir stjórn Teits Örlygssonar árið 2008 hefur liðið fengið stórleiki 2009 og nú 2010 í 32 liða úrslitum. Stjarnan datt út í fyrstu umferð í fyrra gegn Keflavík.
Annað Suðurnesjalið strax í fyrstu umferð, eru forlögin að refsa Stjörnunni fyrir að verða Subwaybikarmeistarar 2008?
Einmitt það sem ég hugsaði, við erum samt betri núna en á sama tíma í fyrra.
 
Þið fáið Njarðvík á heimavelli en í fyrra var það Keflavík og þá líka í 32 liða úrslitum, er fúlt að standa frammi fyrir því að fá stórleik strax í fyrstu umferð?
Til þess að vinna bikarinn þá verður liðið að fara í gegnum nokkrar hindranir, þetta eru allt úrslitaleikir og með því að slá gott lið út þá losnar þú við það í næstu umferð. Það er jafnsvekkjandi að detta út úr 32 liða eins og 4 liða að ég tali nú ekkki um úrslitaleikinn. Þessvegna er sigur það eina sem skiptir máli.