Viðureign Fjölnis og Snæfells í kvöld var hreint út sagt mögnuð þegar liðin mættust í fyrstu umferð Iceland Express deildar karla. Að lokum voru það þó Hólmarar sem höfðu betur 97-102. 
Liðin skiptust á að vera yfir allan leikinn og var mjög hraður og spennandi leikur í Dalhúsum í kvöld. Ryan Amoroso var erfiður viðureignar hjá Snæfell og virðist hann verða betri með hverjum leik sem líður, hann skoraði 31stig og tók 13 fráköst en hjá Fjölni voru Ben Stywall og Ægir Þór báðir með 25 stig hvor.
 
„Ég er ánægður með sigur í kvöld, við virkilega sýndum að við vildum það, en ég er ekki ánægður með hvernig við spiluðum, vörnin var slæm, fengum á okkur 31 stig í fyrsta leikhluta en skorum 43 og svo hættum við að gera það sem við gerum mjög vel. Ég er ekki sáttur með það þegar 7mín eru eftir fáum við blauta tusku í andlitið á okkur, lendum 8 stigum undir og þá er okkur stillt upp við vegg, þá förum við að spila eins og menn og fá gott framlag frá öllum leikmönnum inni á vellinum og sýndum styrk okkar í lokinn og náðum að klára leikinn,“ sagði Ingi Þór Steinþórsson þjálfari Snæfells í leikslok.
 
„ Ég er sáttur með leikinn, það var reyndar mjög svekkjandi að vera 88-80 yfir þegar 7 mín voru eftir af síðasta leikhluta og fá á okkur 13 – 0 rönn, við vorum að brenna af mörgum skotum, gerðum mistök og náðum ekki að klára sóknirnar nógu vel,“ sagði Tómas Holton þjálfari Fjölnismanna.
Stigaskor:
 
Fjölnir: Ben Stywall 25/11 fráköst, Ægir Þór Steinarsson 25/4 fráköst/11 stoðsendingar, Ingvaldur Magni Hafsteinsson 19/4 fráköst, Tómas Heiðar Tómasson 12, Jón Sverrisson 7, Trausti Eiríksson 4, Arnþór Freyr Guðmundsson 3/5 fráköst, Sindri Kárason 2, Sigurður Þórarinsson 0, Hjalti Vilhjálmsson 0, Elvar Sigurðsson 0, Jón Rúnar Arnarson 0.
 
Snæfell: Ryan Amaroso 31/13 fráköst, Jón Ólafur Jónsson 19/7 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 18, Sean Burton 12/7 stoðsendingar, Emil Þór Jóhannsson 10, Lauris Mizis 4/4 fráköst, Egill Egilsson 3, Sveinn Arnar Davíðsson 3, Atli Rafn Hreinsson 2, Kristján Andrésson 0, Gunnlaugur Smárason 0, Daníel A. Kazmi 0.
Dómarar: Einar Þór Skarphéðinsson, Erlingur Snær Erlingsson

Umfjöllun:
Karl West Karlsson
 
Ljósmynd/Tomasz Kolodziejski- tomasz@karfan.is Ben Stywall leikmaður Fjölnis í baráttu við Jón Ólaf Jónsson.