Sundsvall Dragons, lið Jakobs Sigurðarsonar og Hlyns Bæringssonar í sænsku úrvalsdeildinni, lá gegn meisturum Norrköping Dolphins í gærkvöldi. Lokatölur leiksins voru 101-81 Norrköping í vil. Norrköping setti Sundsvall strax á hælana og leiddu 27-13 að loknum fyrsta leikhluta.
Hlynur Bæringsson var á leikskýrslunni en kom ekki við sögu í leiknum rétt eins og í síðustu umferð þar sem hann glímdi við flensu og smávægileg meiðsli. Jakob Örn var stigahæsti maður vallarins með 27 stig, 3 stoðsendingar og 2 fráköst á þeim 34 mínútum sem hann lék í leiknum.

Ljósmynd/ Jakob setti 27 stig á meistara Norrköping fyrir Sundsvall en það dugði ekki að þessu sinni.