Það var að sjálfsögðu leikið í NBA deildinni í nótt. Að þessu sinni voru aðeins tveir leikir á dagskrá, í Phoenix tóku heimamenn í Suns á móti Utah Jazz og í paradísinni í Orlando spiluðu Magic sinn fyrsta alvöru heimaleik í splunkunýrri körfuboltahöll sinni, Amway Center, en mótherjinn að þessu sinni var lið Washington Wizards. Úrslit leikjanna má sjá hér að neðan.

Phoenix Suns-Utah Jazz (110-94)
Orlando Magic-Washington Wizards (112-83)
 
Í nótt verða svo 12 leikir á dagskrá vestra, meðal annars fara Orlando Magic aðeins sunnar á Floridaskaga og etja kappi við Miami Heat og Los Angeles Lakers taka á móti Phoenix Suns í Staples Center.

Ljósmynd/ Rétt rúmlega 19.000 manns voru mættir til að sjá Howard og félaga í Magic rúlla yfir Wizards í Amway Center.

 
Elías Karl