Hann var ekki uppá tíu sá körfuknattleikur sem boðið var uppá í Keflvíkinni í kvöld þegar Keflavík og Stjarnan mættust í Iceland Express-deild karla. Heimamenn máttu hinsvegar játa sig sigraða í fyrsta skipti á heimavelli gegn liði Stjörnunar 69:78 en í hálfleik leiddu Garðbæingar með 6 stigum. 
Leikurinn var sem fyrr segir lítið fyrir augað og voru byrjenda mistök á báða bóga í hávegum höfð. Einfaldar sendingar og knattrek sem hingað til hefur ekki vafist fyrir þessum leikmönnum var hið mesta basl. En Stjörnumenn voru hinsvegar örlítið beittari og náðu fljótlega frumkvæðinu í leiknum.
 
Stjarnan leiddi í hálfleik með 6 stigum og framan af þeim seinni virtist lítið ætla að lífga uppá þennan leik sem fram að þessu hafiði verið frekar daufur. Forskot Stjörnumanna hélst í þessum 5 til 7 stigum langt fram á þriðja fjórðung. Það var helst til að smá æsingur fór að fara í leikinn og skiptust leikmenn þá helst á orðum sem ekki eru birtingahæf á þessari síðu. Svo fór að Stjörnumenn enduðu fjórðunginn með sigri og leiddu með 10 stigum fyrir loka hlutann.
 
Þegar um 5 mínútur voru til leiksloka náði Hörður Axel að minnka muninn niður í 3 stig og svo virtist og allt "móment" í leiknum var við það að skiptast yfir á Keflvíkinga. En Kjartan Atli Kjartansson svaraði með þrist hinumeginn og því héldu Stjörnumenn áfram í sitt forskot. Keflvíkingar reyndu hvað þeir gátu en Stjörnumenn voru einfaldlega með svör við öllu og unnu að lokum.