Fjölnisstúlkur komu í heimsókn í Hólminn og áttust þar við tvö stigalausu lið deildarinnar sem bæði voru farin að þrá sigur í Iceland Express deildinni. Alda Leif Jónsdóttir var komin í lið Snæfells að nýju og gaman að sjá hana aftur á stjá í boltanum.
Leikurinn byrjaði jafn og rólega en uppúr miðjum fyrsta hluta fór Snæfell að nýta mistök Fjölnis og tóku forystu 10-4 og fljótt 20-7. Staðan eftir fyrsta fjórðung var 22-11 fyrir Snæfell en Fjölni gekk illa að fá boltann til að detta þrátt fyrir góð skot.
Annar leikhluti var jafnari þar sem Fjölnir hafði aðeins lagað til hjá sér en Snæfell hélt sínu 10 stiga forskoti heilt yfir en leikurinn gekk mjög smurt og lítið flautað. Snæfell leiddi í hálfleik 36-26 þar sem Sade Logan hafði sett 15 stig og Helga Hjördís 9. Hjá Fjölni var Bergþóra Holton komin með 11 stig og Margareth McCloskey 5 stig.
 
Snæfell setti upp pressu í upphafi síðari hálfleiks sem kom þeim í 20 stiga forskot í leikhlutanum eða upp í 52-32. Staðan eftir þriðja hluta var 55-39.
 
Leikurinn varð aldrei meira spennandi og var ekki hár í gæðum heilt yfir en liðin skorðuð á víxl í fjórða hluta og gekk nokkuð vel fyrir sig þar sem tíminn rúllaði nokkuð greitt. Snæfell landaði svo sínum fyrsta sigri í vetur 66-50 á meðan Fjölnir þarf að berjast lengur fyrir sínum.
 
Stigaskor liðanna.
 
Snæfell: Sade Logan 20 stig, Björg Einars 12/5 frák/4stoð, Helga Hjördís 11/8 frák, Inga Muciniece 10/7 frák, Alda Leif og Rósa Indriða 5 stig hvor, Hrafnhildur Sævars 2 stig og Sara Mjöll 1 stig. Hildur Björg, Ellen Alfa og Berglind Gunnars skoruðu ekki.
Fjölnir: Bergþóra Holton 15 stig, Inga Buzoka 10/13 frák, Margareth McClosky 9/4 stoðs, Eva María 8/6 frák, Heiðrún Harpa 4 stig, Birna Eiríks og Erna María 2 stig hvor, Margrét Loftsdóttir, Sigrún Anna og Erla Sif skoruðu ekki.
 
Dómarar: Einar Þór Skarphéðinsson og Karl Friðriksson.
 
Ljósmynd/ Þorsteinn Eyþórsson: Alda Leif Jónsdóttir er komin í Snæfellsbúninginn á nýjan leik.
 
Umfjöllun: Símon B. Hjaltalín.