Horsens IC er á toppi dönsku úrvalsdeildarinnar eftir nauman 66-65 sigur á Hörsholm 79ers í gær. Sigurður Þór Einarsson fyrirliði Horsens lék í 10 mínútur í leiknum en náði ekki að skora. 
Þriðju umferðinni í Danmörku lýkur á næstu dögum en önnur ósigruð lið deildarinnar eru Guðni Valentínusarson og félagar í Bakken Bears og Svendborg Rabbits.