Sigrún Sjöfn Ámundadóttir og félagar í franska liðinu Gratien komust um helgina í 2. sæti frönsku NF2 deildarinnar eftir sigur á Sainte Savine 67-59. Fyrir leikinn var Gratien í 3. sæti deildarinnar og Savine í 2. sæti. Liðin höfðu sætaskipti með sigri Gratien.
Sigrún átti góðan leik fyrir Gratien með 20 stig, 8 fráköst og 5 stoðsendingar og ljóst að íslenska Perlan eins og Frakkarnir kalla Sigrúnu er að finna sig vel ytra.